Við flytjum hluti

Alhliða flutningsmiðlari sem býður upp á víðtæka þjónustu tengda inn- og útflutningi.

Við erum einnig sérfræðingar í flóknum og sérhæfðum flutningum.

Sjósendingar

Það þurfa allir sinn Jón.

Jónar Transport bjóða uppá heildarlausnir í sjóflutningum til Íslands og erum í góðu samstarfi við skipafélög og erlenda samstarfsaðila sem koma að forflutningi vörunnar um heim allan.

Flugsendingar

Það þurfa allir sinn Jón.

Viðurkenndir og reynslumiklir samstarfsaðilar sækja og taka á móti sendingum hvar sem er í veröldinni og koma þeim til Íslands eftir fyrirfram ákveðnum leiðum. Við sinnum öllum stærðum á frakt í flug allt frá að leigja fraktvélar yfir í litlar sendingar. Hraðinn skiptir okkur máli.

Innflutningur

Það þurfa allir sinn Jón.

Jónar finna hagkvæmustu flutningaleiðina hverju sinni og sníða flutninginn að þínum þörfum. Hver og einn Jón býr yfir þekkingu sem þarf til að tryggja bestu mögulegu þjónustu.

Útflutningur

Það þurfa allir sinn Jón.

 

Hraðinn skiptir máli. Jónar Transport veita alla þjónustu er snýr að útflutningi. Víðtæk reynsla og öflugt tengslanet starfsfólks okkar kemur þinni vöru öruggri á áfangastað.

Skjalagerð

Allir pappírar á hreinu.

Starfsfólk okkar leggur sig fram við að tryggja hraðvirka þjónustu og bein samskipti við tollayfirvöld. Boðið er upp á allar tollafgreiðslur sem þörf er á, t.d. bráðabirgðatollafgreiðslu, tímabundinn innflutning, ATA Carnet og almennan inn- og útflutning á flug- og sjósendingum.

Þjónustuvefur Jónar Transport

Skýr yfirsýn og auðvelt aðgengi að upplýsingum á framúrskarandi þjónustuvef.

Góð yfirsýn fyrir viðskiptavini okkar er okkur afar mikilvæg. Á vefnum okkar færðu aðgang að öllum helstu upplýsingum sem tengjast þínum sendingum – þar á meðal stöðu sendinga, fylgiskjölum, reikningum, hreyfingum og viðskiptastöðu fyrirtækisins.

Að auki geta notendur bókað sendingar sjálfir, hvenær sem er og hvar sem er.

Vikulega siglingar og flug allan sólahringinn

Vikulegar siglingar tryggja reglulegan og áreiðanlegan flutning til Íslands.Það gerir okkur kleift að sérsníða flutninginn að þínum þörfum.

Viðurkenndir og reynslumiklir samstarfsaðilar í flugi sækja og taka á móti sendingum hvar sem er í veröldinni og koma þeim til Íslands eftir fyrirfram ákveðnum leiðum.

Hér má sjá siglingaráætlun fyrir neðan með að ýta á hnappinn.

Jón er vel tengdur – WACO

WACO (World Air Cargo Organisation) er leiðandi alþjóðlegt net sjálfstæðra flutningsmiðlara og hefur starfrækt frá árinu 1973. Með 122 meðlimum í 118 löndum og yfir 400 starfsstöðum, sem tryggir aðgengi að traustum og áreiðanlegum flutningslausnum um allan heim.

Sem virkur þátttakandi í þessum samtökum síðan 1984 hafa Jónar Transport bæði notið góðs af og lagt sitt af mörkum til alþjóðlegs samstarfs innan WACO. Jónar, hafa sinnt stjórnarsetu í samtökunum og leikið stórt hlutverk í stefnumótun þeirra og þróun.

Þátttaka Jónar Transport í WACO veitir fyrirtækinu einstakt aðgengi að alþjóðlegum samstarfsaðilum sem tryggja sveigjanlegar og sérsníðar lausnir á flutningsþörfum viðskiptavina. Þetta sterka net stuðlar einnig að því að bjóða upp á skilvirka og áreiðanlega þjónustu hvort sem um er að ræða flugfrakt, sjófrakt eða blandaðar lausnir.